Fyrirlestur Gareth Evans og heimsókn á sýninguna

013

Gareth Evans (www.gevans.org) einn fremsti sérfræðingur í heimi á sviði kjarnorkuafvopnunar hélt þann 4. október fjölsóttan opinn fyrirlestur í tengslum við sýninguna, þar sem hann rakti þá ógn sem stafar af kjarnorkuvopnum og tók nokkur dæmi þar sem við lá að þeim yrði beitt fyrir misskilning, fór yfir tilraunir til að hefta útbreiðslu þeirra og lagði til mögulega áfanga á þeirri leið.  Enginn var ósnortinn af hans djúpu og yfirgripsmiklu þekkingu sem birtist í fyrirlestrinum, sem má hlýða á hér: Upptaka af fyrirlestri. Á undan flutti utanríkisráðherra Íslands Össur Skarphéðinsson ávarp og kynnti Gareth. Fyrr um morguninn heimsótti Gareth Evans sýninguna á Háskólatorgi, en þá voru einmitt staddir þar með kennurum sínum nemendur frá Brúarskóla í Reykjavík og sjást þeir á þessum myndum: Myndaalbúm frá heimsókn G. Evans á sýninguna og fyrirlestri.

Hlekkur á skrifaða ræðu Gareth Evans: Why we should eliminate nuclear weapons