Nemendur í Fellaskóla læra Ikebana blómaskreytingar

Stoltir nemendur Fellaskóla með Ikenobo blómaskreytingar sínar

 

Stoltir nemendur Fellaskóla með Ikenobo blómaskreytingar sínar

Yuki Ikenobo blómaskreytingameistari lauk dvöl sinni á Íslandi með heimsókn í Fellaskóla í Reykjavík þar sem hún bauð 20 nemendum upp á kennslustund í gerð blómaskreytinga með aðferð Ikenobo. Á skömmum tíma útbjuggu börnin eigin skreytingar, sem þau síðan tóku með sér heim til foreldra sinna.