Opnunarathöfn í Duushúsi

9 mynd við opnun

Við opnunina í Duushúsi flutti yfirmaður Duushúss, Valgerður Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Menningarsviðs Reykjanesbæjar, ávarp  og bauð sýninguna velkomna. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar Árni Sigfússon opnaði sýninguna. Viðstaddir voru auk þeirra forseti bæjarstjórnar Böðvar Jónsson, fv. bæjarstjóri Ellert Eiríksson,  og starfsmenn af fræðslusviði bæjarins. Einnig var sérstaklega boðið tveimur bekkjum úr 9. bekk  Myllubakkaskóla ásamt kennurum. Eftir stutta opnunarathöfn skoðuðu gestir sýninguna.

Myndir frá opnuninni