Opnunarathöfn í Listasafni Reykjavíkur

51

Rúmlegar eitt hundrað boðsgestir voru viðstaddir opnunarathöfn sýningarinnar í Listasafni Reykjavíkur síðdegis 9. ágúst.

Auður Hauksdóttir, dósent og stjórnarformaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands stýrði athöfninni sem var mjög áhrifamikil.

Forstjóri minningarsafnsins The Nagasaki National Peace Memorial Hall for the Atomic Bomb. Masanobu Chita og sendiherra Japans á Íslandi, Masayuki Takashima fluttu stutt þakkarávörp en síðan sagði heiðursgesturinn hinn 81 árs gamli Inosuke Hayasaki, eftirlifandi kjarnorkusprengingarinnar yfir Nagasaki sína sögu.

Áður kynnti japanskur dr. nemi Seiichjro Kimura kjarnorkusprengingarnar í myndum og tölum.

Inosuke Hayasaki sýndi teikningar sem hann gerði af reynslu og upplifun sinni af því að vera 14 ára gamall í eins km fjarlægð frá staðnum þar sem sprengjan sprakk. Horfa upp á vinnufélaga sína nær alla látna og þúsundir skaðbrenndra líkama og hruninna bygginga allt um kring. Sjálfur lifði hann af fyrir staka tilviljun örlaganna.

Í lok athafnarinnar flutti starfandi utanríkisráðherra, Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra þakkir til hinna japönsku gesta frá sér og Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra og bauð gestum að skoða sýninguna í Borgarbókasafninu.