Sýningin á Akureyri 13. – 29. október

Sendiherra Japan ávarpar v opnun á Akureyri

Sýningin er nú staðsett í Hofi menningarhúsi á Akureyri. Húsi sem án efa er eitt glæsilegasta hús þjóðarinnar. Sýningin er í anddyri hússins sem tengir saman hina mismunandi starfsemi sem þar er. Í hverri viku eiga  að jafnaði um 2-3.000 manns leið um anddyrið,  Þar af um 450 nemendur í Tónlistaskólanum og koma þeir yngstu með foreldrum sínum. Við opnunina fluttu ávarp þau Geir Kristinn Aðalsteinsson forseti bæjarstjórnar Akureyrar, sendiherra Japan á Íslandi hr. Masayuki Takashima, sem sést hér á myndinni og Margrét S. Björnsdóttir umsjónarmaður sýningarinnar fh. Takanawa ehf.. Auk hennar og annarra gesta og starfsfólks Hofs, var viðstaddur fh. Takanawa dr. Eyþór Eyjólfsson stjórnarformaður fyrirtækisins, en hann var við háskólanám í Hírósíma í fimm ár og starfaði við Hírósíma minningarsafnið samhliða náminu.