Laugardaginn 13. október kl. 14.00 opnar sýningin á ný í Hofi – menningarhúsi á Akureyri og verður þar til og með 29. október. Haldin verður opnunarathöfn með stuttum ávörpum og eru allir hjartanlega velkomnir. Hátt í 10.000 manns skoðuðu sýninguna í Reykjavík, þar af um 1.500 grunn- og framhaldsskólanemar. Sýningin var einkum fjölsótt af nemendum 10. bekkjar grunnskóla, en út frá sýningunni og markmiðum aðalnámskrár í samfélagsfræði, þjóðfélagsfræði og náttúrufræði og umhverfismennt var unnin ítarlegur kennsluvefur ásamt leiðbeiningum: Sjá heimasíðu sýningarinnar undir flipanum Fræðsla fyrir skóla. Kennarar í raungreinum og félagsgreinum framhaldsskóla nýttu sér einnig efni sýningarinnar fyrir sína nemendur svo og kennarar í stjórnmálafræði við H.Í.
Tweet