Sýningu lokið í Reykjanesbæ

7

Ljósmynda- og fræðslusýningin í Duus-húsi stóð frá 6. nóvember til og með 16. desember.
Sýninguna heimsóttu 1.059 gestir auk 289 grunnskólanema í 10 bekkjum 9. og 10. bekkja, sem komu með sínum kennurum og unnu að verkefnum í tengslum við sýninguna. Alls voru þetta 1.348 manns. Nemendahóparnir komu af Suðurnesjum og úr Vogum. Að sögn stjórnenda hússins var mikil ánægja meðal kennara að eiga þess kost að láta nemendur vinna þessi verkefni og heimsækja sýninguna. Sýningarlokin marka lok sýningarhalds á Íslandi amk. í bili, en til skoðunar er að bjóða fleiri sveitarfélögum á landsbyggðinni að fá sýninguna.