Sýniningin opnar í Duushúsum í Reykjanesbæ 6. nóvember – 16. desember

Duushús

Þriðjudaginn 6. nóvember kl. 16.00 opnar sýningin í Duushúsum í Reykjanesbæ (http://listasafn.reykjanesbaer.is/default.aspx?cat_id=8), eftir að hafa verið á Akureyri í tæpar þrjár vikur. Sýningin er opin virka daga frá 12.00-17.00 og um helgar frá 13.00-17.00.  Einnig má panta tíma fyrir hópa utan hefðbundins opnunartíma.  Sýningin var fjölsótt bæði í Reykjavík og á Akureyri og eru íbúar Suðurnesja hvattir til að sjá sýninguna á meðan hún er í Duushúsum í Reykjanesbæ.  Kennarar í grunn- og framhaldsskólum eru sérstaklega hvattir til að koma með nemendur sína.