Opinn fyrirlestur í Háskóla Íslands, hr. Inosuke Hayasaki sem lifði af kjarnorkusprengjuna í Nagasaki

Vigdis Finnbogadottir

Í gær miðvikudag stóðu Stúdentaráð Háskóla Íslands og Friðarþing íslenskra skáta 2012 fyrir opnum fyrirlestri hr. Inosuke Hayasaki 81 árs gamals Japana, sem lifði af kjarnorkusprenginguna í Nagasaki. Hann var þá 14 ára, starfaði í hergagnaverksmiðju Mitsubishi og var staddur í rúmlega eins kílómetra fjarlægð frá staðnum þar sem sprengjan sprakk. Að fyrirlestrinum, sem var fjölsóttur af ungu fólki, stóð einnig Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur við H.Í. Hr. Inosuke er hér staddur í tilefni af opnun fræðslu- og ljósmyndasýningarinnar sem opnar fimmtudaginn 9. ágúst kl. 19.30 í Borgarbókasafninu við Tryggvagötu.

Á mynd:

Unnsteinn Jóhannsson verkefnastjóri Friðarþings íslenskra skáta, Sara Sigurðardóttir formaður Stúdentaráðs, Vigdís Finnbogadóttir fv. forseti og forstjóri Nagasaki minningarsafnsins Masanobu Chita, Inosuke Hayasaki og mr. Geoff Neill þýðandinn