Viðburðir

11.200 heimsóttu sýninguna, þar af 1.900 nemendur sem unnu verkefni tengd sýningunni

Samkvæmt talningum og mati stjórnenda sýningarsvæða heimsóttu um 11.200 manns sýninguna á Íslandi, þar af um 1.900 nemendur af öllum skólastigum sem komu í sérskipulagðar námsheimsóknir og unnu verkefni út frá sýningunni og efni hennar.

Meira

Sýningu lokið í Reykjanesbæ

Ljósmynda- og fræðslusýningin í Duus-húsi stóð frá 6. nóvember til og með 16. desember. Sýninguna heimsóttu 1.059 gestir auk 289 grunnskólanema í 10 bekkjum 9. og 10. bekkja, sem komu með sínum kennurum og unnu að verkefnum í tengslum við sýninguna. Alls voru þetta 1.348 manns. Nemendahóparnir komu af Suðurnesjum og úr Vogum. Að sögn [...]

Meira

Opnunarathöfn í Duushúsi

Við opnunina í Duushúsi flutti yfirmaður Duushúss, Valgerður Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Menningarsviðs Reykjanesbæjar, ávarp  og bauð sýninguna velkomna. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar Árni Sigfússon opnaði sýninguna. Viðstaddir voru auk þeirra forseti bæjarstjórnar Böðvar Jónsson, fv. bæjarstjóri Ellert Eiríksson,  og starfsmenn af fræðslusviði bæjarins. Einnig var sérstaklega boðið tveimur bekkjum úr 9. bekk  Myllubakkaskóla ásamt kennurum. Eftir stutta opnunarathöfn [...]

Meira

Myndband skátasamtakanna frá lokaathöfn í HÍ 9. október og tendrun friðarsúlu

Við lokaathöfnina í Háskóla Íslands voru sérstakir gestir 50 íslenskir og erlendir skátar sem sem sameiginlega stóðu að Friðarþingi í Reykjavík. Þann 9. október tóku þeir þátt í lokaathöfn sýningarinnar og fóru eftir það út í Viðey og voru viðstaddir tendrun friðarsúlu Yoko Ono til minningar um John Lennon. Þeir gerðu eftirfarandi myndband um þessar [...]

Meira

Sýniningin opnar í Duushúsum í Reykjanesbæ 6. nóvember – 16. desember

Þriðjudaginn 6. nóvember kl. 16.00 opnar sýningin í Duushúsum í Reykjanesbæ (http://listasafn.reykjanesbaer.is/default.aspx?cat_id=8), eftir að hafa verið á Akureyri í tæpar þrjár vikur. Sýningin er opin virka daga frá 12.00-17.00 og um helgar frá 13.00-17.00.  Einnig má panta tíma fyrir hópa utan hefðbundins opnunartíma.  Sýningin var fjölsótt bæði í Reykjavík og á Akureyri og eru íbúar [...]

Meira

Sýningin á Akureyri 13. – 29. október

Sýningin er nú staðsett í Hofi menningarhúsi á Akureyri. Húsi sem án efa er eitt glæsilegasta hús þjóðarinnar. Sýningin er í anddyri hússins sem tengir saman hina mismunandi starfsemi sem þar er. Í hverri viku eiga  að jafnaði um 2-3.000 manns leið um anddyrið,  Þar af um 450 nemendur í Tónlistaskólanum og koma þeir yngstu [...]

Meira

Sýningin opnar á Akureyri kl. 14.00 laugardaginn 13. október

Laugardaginn 13. október kl. 14.00 opnar sýningin á ný í Hofi – menningarhúsi á Akureyri og verður þar til og með 29. október. Haldin verður opnunarathöfn með stuttum ávörpum og eru allir hjartanlega velkomnir. Hátt í 10.000 manns skoðuðu sýninguna í Reykjavík, þar af um 1.500 grunn- og framhaldsskólanemar. Sýningin var einkum fjölsótt af nemendum [...]

Meira

Hátíðleg lokaathöfn þann 9. október

Sérstakir gestir lokaathafnarinnar í Háskóla Íslands voru 50 ungmenni víðs vegar að úr heiminum sem eru stödd hér á landi vegna 100 ára afmælis Bandalags íslenskra skáta, en afmælisárið er helgað friði. Um 40 nemendur Háskólans í stjórnmálafræði og japönsku tóku á móti þeim, ásamt aðstandendum sýningarinnar og Japönum sem búsettir eru á Íslandi. Á [...]

Meira

Lokaathöfn 9. október kl. 16.00 á Háskólatorgi

Þriðjudaginn 9. október um kl. 16.00 munu félagsmenn Politica, félagi stjórnmálafræðinema og Banzai, félagi nemenda í japönsku, með stuðningi Stúdentaráðs HÍ,  taka á móti um 50 ungmennum frá 8 löndum sem hér eru stödd til að taka þátt í Friðarþingi íslenskra skáta, sem haldið er tilefni af 100 ára afmæli skátahreyfingarinnar á Íslandi. Markmið heimsóknar ungmennanna 50 til Íslands að [...]

Meira

Áttatíu nemendur MK og Hagaskóla á næst síðasta degi sýningarinnar

Fræðslu- og ljósmyndasýningunni á Háskólatorgi um kjarnorkuárásirnar á Hírósíma og Nasaki lýkur 9. október. Frá því sýningin opnaði í Borgarbókasafni þann 9. ágúst sl. hafa hátt í 10.000 manns skoðað sýninguna þar af um 1.500 nemendur grunn- og framhaldsskóla sem hafa komið með sínum bekk og kennurum og unnið verkefni út frá sýningunni. Á næst [...]

Meira