Fjölmiðlar sýna kennsluefni tengt sýningunni áhuga

innfrett-mynd

Fréttablaðið í dag 23. ágúst birtir á forsíðu og sérstakri síðu um Nám bls. 32,  greinar um kennsluefni tengt sýningunni, kennsluvef sýningarinnar sem Halldór Björgvin Ívarsson, kennari og sjómaður útbjó fyrir nemendur í 10. bekk grunnskóla (sjá nánar undir: www.hirosimanagasaki.is/fyrir-skola/).

Kennsluvefurinn er einkar notendavænn bæði fyrir nemendur og kennara og samræmist vel námsmarkmiðum aðalnámskrár grunnskóla í samfélagsfræði,  þjóðfélagsfræði, náttúrufræði og umhverfismennt. 

Markmið kennsluefnisins er að það nýtist til að undirbúa nemendur fyrir sýninguna og að gefa þeim tækifæri  til að vinna áfram með efnið þegar komið er í kennslustofuna. Boðið er upp á að 10. bekkjar nemendur komi í námsferð á sýninguna og nú þegar eru um 300 nemendur bókaðir. 

Sjá má umfjöllun Fréttablaðsins hér:

http://www.hirosimanagasaki.is/wp-content/uploads/2012/08/forsidufrett1.png

http://www.hirosimanagasaki.is/wp-content/uploads/2012/08/innfrett-mynd1.png

http://www.hirosimanagasaki.is/wp-content/uploads/2012/08/innfrett-texti1.png