Upphaf kjarnorkualdar

Upphaf kjarnorkualdar

Þann 16. júlí árið 1945 gerðu Bandaríkjamenn fyrstu kjarnorkuvopnatilraunina í Alamogordo eyðimörkinni í Nýju Mexíkó. Dr. Robert Oppenheimer sem stýrði vísindarannsóknunum sagði síðar að fyrsta kjarnorkusprengingin hefði minnt sig á spakmæli úr Hindúisma: „Nú er ég orðinn eins og dauðinn, er tortímir heiminum.” Þremur vikum eftir þessa fyrstu tilraunasprengingu var kjarnorkusprengjum varpað á Hírósíma (6. ágúst) og Nagasaki (9. ágúst).

Eftir heimsstyrjöldina síðari ollu átök austurs og vesturs kjarnorkuvopnakapphlaupi. Sovétríkin, Bretland, Frakkland og Kína fylgdu í fótspor Bandaríkjanna og hófu að þróa og gera tilraunir með eigin kjarnorkuvopn. Í maí árið 1998 gerði Indland sínar fyrstu kjarnorkutilraunir í 24 ár og Pakistan sína fyrstu. Í október 2006 og maí 2009 gerði N-Kórea tilraunir með kjarnorku.Í dag hafa yfir 2.000 kjarnorkuvopnatilraunir verið framkvæmdar, víðs vegar um heiminn.

Tímasetningar – Þróun kjarnorkuvopna

   
Bandaríkin gera fyrstu tilraun með kjarnorkusprengju

Bandaríkin varpa kjarnorkusprengjum á Hírósíma og Nagasaki

1945

Sovétríkin gera sína fyrstu kjarnorkuvopnatilraun

1949

Bretland gerir sína fyrstu kjarnorkuvopnatilraun

Bandaríkin gera sína fyrstu tilraun með vetnissprengju

1952

Sovétríkin gera sína fyrstu tilraun með vetnissprengju

1953

Fiskibáturinn Lucky Dragon nr. 5 verður fyrir geislavirku

ofanfalli frá tilraunum með vetnissprengju á Bikini Atoll eyjum

1954

Bretland gerir sína fyrstu tilraun með vetnissprengju

1957

Frakkland gerir sína fyrstu tilraun með kjarnorkusprengju

1960

Kína gerir sína fyrstu tilraun með kjarnorkusprengju

1964

Kína gerir sína fyrstu tilraun með vetnissprengju

1967

Frakkland gerir sína fyrstu tilraun með vetnissprengju

1968

Indland gerir sína fyrstu tilraun með kjarnorkusprengju

1974

Kína og Frakkland hraða kjarnorkutilraunum áður en

samningur um allsherjarbann við tilraunum með kjarnavopn

(CTBT) tekur gildi

1995

Bandaríkin hefja tilraunir með minna en markmassa kjarnakleyfra efna

1997

Indland gerir fyrstu kjarnorkuvopnatilraunir í 24 ár

og Pakistan sína fyrstu

1998

Öldungadeild Bandaríkjanna hafnar staðfestingu allsherjar

banns við tilraunum með kjarnavopn (CTBT)

1999

Norður-Kórea gerir sína fyrstu kjarnorkuvopnatilraun

2006

Íran neitar að hætta auðgun úrans þvert á samþykkt S.Þ.

2008

Norður-Kórea gerir tilraun með kjarnavopn í annað skipti

2009

Bandaríkin gera kjarnorkuvopnatilraun með líkanareikningi í tölvu

2010

Bandaríkin gera 26. kjarnorkuvopnatilraun sína með

með minna en markmassa kjarnakleyfra efna

2011

Afvopnun

Suðurskautssamningurinn (í framkvæmd 1961) 1959
Bandaríkin, Bretland og Sovétríkin skrifa undir Samning um bann við tilraunum með kjarnavopn að hluta til 1963
Samningur um bann við kjarnavopnum í Rómönsku Ameríku og Karíbahafi

(Tlatelolco-samningurinn) undirritaður (í framkvæmd 1968)

1967
Samningur gegn útbreiðslu kjarnavopna undirritaður (í framkvæmd 1970) 1968
Samningur um kjarnavopnalaust Suður-Kyrrahaf (Rerotonga-samningurinn)

undirritaður (í framkvæmd 1986)

1985
Bandaríkin og Sovétríkin undirrita Samning um fækkun langdrægra

kjarnaflauga (START I) (í framkvæmd 1994)

Sovétríkin stöðva tilraunir með kjarnavopn

1991
Bandaríkin og Bretland stöðva tilraunir með kjarnavopn 1992
Bandaríkin og Rússland undirrita Samning tvö um fækkun langdrægra

kjarnaflauga (START II) (ekki verið framkvæmdur)

1993
Samningur gegn útbreiðslu kjarnavopna framlengdur til ótilgreinds tíma

Samningur um kjarnavopnalausa Suðaustur-Asíu (Bangkok-samningurinn)

undirritaður (í framkvæmd 1997)

1995
Frakkland stöðvar tilraunir með kjarnorkuvopn

Samningur um kjarnavopnalausa Afríku (Pelindaba-samningurinn)

undirritaður (í framkvæmd 2009)

Kína stöðvar tilraunir með kjarnavopn

Samningur um allsherjar bann við tilraunum með kjarnavopn samþykkt á

allsherjarþingi SÞ (ekki kominn í framkvæmd)

1996
Ráðstefna um endurskoðun samningsins gegn útbreiðslu kjarnavopna –gerir

lokasamþykkt sem inniheldur m.a.: það er „ótvíræð skuldbinding þeirra ríkja

sem ráða yfir kjarnavopnum að útrýma alfarið kjarnavopnabirgðum sínum“

2000
Bandaríkin og Sovétríkin undirrita samning um fækkun langdrægra

árásarflauga (Moskvu-samningurinn) (í framkvæmd 2003)

2002
Alþjóðasamningur um að koma í veg fyrir kjarnorkuhryðjuverk samþykktur af

S.Þ. (í framkvæmd 2007)

Ráðstefna um endurskoðun samnings gegn útbreiðslu kjarnavopna, nær ekki

niðurstöðu

2005
Samningur um kjarnavopnalausa Mið-Asíu undirritaður (í framkvæmd 2009) 2006
Obama forseti Bandaríkjanna, einu þjóðarinnar sem hefur notað kjarnavopn,

flytur ræðu þar sem hann boðar heim án kjarnavopna, sem sitt markmið

Leiðtogafundur öryggisráðs S.Þ. samþykkir samhljóða ályktun um

kjarnavopnalausan heim

Allsherjarþing S.Þ. samþykkir 171 á móti 2 (Indland og Norður-Kórea)

ályktun Japans um að takmarka kjarnorkuvígbúnað. Átta sátu hjá, en

Bandaríkin styðja í fyrsta skipti

2009
Bandaríkin efna til leiðtogafundar um kjarnorkuöryggi

Obama og Medvedev forseti Rússlands undirrita nýjan START-samning um

fækkun langdrægra kjarnaflauga

Ráðstefna um endurskoðun samnings gegn útbreiðslu kjarnavopna ítrekar

samþykkt frá árinu 2000, kallar eftir samningum á árinu 2012 um

kjarnorkuvopnalaust svæði í Mið-Austurlöndum og nefnir sérstaklega

2010
Nýr START samningur tekur gildi 2011

Handan fælingarmáttar kjarnavopna

Eftir lok seinni heimsstyrjaldar og fram til ársins 1985 stóðu Bandaríkin og Sovétríkin fyrir æ hraðara kjarnorkukapphlaupi, sem byggði á hugmyndinni um fælingarmátt kjarnorkuvopna. Með því að framleiða nógu mikið sprengimagn til að gereyða andstæðingnum, sköpuðu þessar þjóðir möguleika á allsherjar kjarnorkustríði sem gæti útrýmt öllu mannkyni. Eins og sést á myndinni er sá möguleiki enn til staðar.

Hugmyndin um fælingarmátt kjarnavopna er einföld: „Ef ég ógna óvini mínum með gereyðingu, kem ég í veg fyrir að hann ráðist á mig.” En hin raunverulega merking hugmyndarinnar er: „Ég er tilbúinn til að eyða borgum, hinum siðmenntaða heimi og mögulega öllu lífi á jörðinni til að verja auð minn, landsvæði eða hugmyndafræði.“

Hugmyndin um fælingarmátt kjarnorkuvopna er í dag úrelt, þar sem til staðar eru níu lönd sem ráða yfir kjarnorkuvopnum, sem ekkert ræðst við að hefta. Þrátt fyrir mikla gagnrýni, bæði í eigin landi og alþjóðlega, gerðu Indland og Pakistan tilraunir með kjarnavopn árið 1998. Norður-Kórea gerði tilraunir í október 2006 og í maí 2009 og margir óttast að fleiri þjóðir og hryðjuverkasamtök reyni að komast yfir kjarnorkuvopn.

Eins og kom í ljós á árinu 2010 á Ráðstefnu um endurskoðun samningsins gegn útbreiðslu kjarnvopna (NPT), setur alþjóðasamfélagið töluverðan kraft í kjarnorkuafvopnun. Lokaskjalið staðfesti með skýrum hætti markmið um kjarnorkuvopnalausan heim og nefndi í fyrsta skipti  samning um útrýmingu kjarnorkuvopna. Fylgst verður með hvort efnislegar samningaviðræður um afvopnun hefjist.

Kjarnorkuvopn verja engan. Þau ógna okkur öllum. Eina leiðin til að koma í veg fyrir kjarnorkustríð er að finna og eyða, eins fljótt og kostur er, hverri sprengju, hverjum kjarnaoddi, og öllum kjarnakleyfum efnum sem nýtast til vopnaframleiðslu. Við þörfnumst ekki hins falska öryggis fælingarinnar (Nuclear deterrence), heldur hins raunverulega öryggis kjarnorkuvopnalauss heims.

Falinn kostnaður kjarnorkuvopnatilrauna og –þróunar

Geislavirkni sem fólk hefur orðið fyrir vegna þróunar, framleiðslu, tilrauna eða staðsetningar kjarnorkuvopna, hefur leitt til sjúkdóma og dauða margra saklausra borgara um heim allan, og eftirverkanir geislavirkni halda áfram.

Það mun kosta mun meiri tíma og fjármuni að uppræta mengun, eyða kjarnakleyfum efnum og geislavirkum úrgangi, sem fellur til við að eyða kjarnavopnum, en það tók upphaflega að búa vopnin til.

Skoðanir eru skiptar um skaðleg áhrif þessa, en við vitum með vissu að geislavirkni eyðileggur frumur, litninga og getur leitt til fjölda sjúkdóma. Það er ekki skylda almennings að sanna að geislavirkni (frá tilraunum og framleiðslu kjarnavopna og kjarnorkuverum) sé hættuleg. Það er skylda iðnaðarins að sýna fram á að svo sé ekki. Það hefur aldrei verið gert.