Í átt að útrýmingu kjarnorkuvopna

SIPRI 2012: Nýjustu upplýsingar um kjarnorkuvopnaeign þjóða: Kaflinn World nuclear forces og kafli um tilraunir til að takamarka útbreiðslu þeirra; Nuclear arms control and non-proliferation. 

http://www.sipri.org/yearbook/2012/files/SIPRIYB12Summary.pdf

Þrátt fyrir lok kalda stríðsins er pláneta okkar hlaðin um það bil 23.000 kjarnasprengjuoddum. Eftir að Obama forseti Bandaríkjanna vakti fögnuð, þegar hann af sannfæringarkrafti kvaðst myndu stuðla að öryggi heims án kjarnorkuvopna, hefur leiðin að því marki opnast og fengið aukinn stuðning.  Undir forystu Obama kallaði öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samhljóða eftir kjarnorkuvopnalausum heimi og Ráðstefnan um endurskoðun samningsins gegn útbreiðslu kjarnavopna (NPT) í maí 2010, staðfesti það markmið. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon og mikill meirihluti þjóða heims krefjast frelsunar undan ógn gereyðingar með kjarnavopnum.

Því miður standa enn öflugir aðilar gegn þessu. Þeirra andstaða birtist vel á fyrrnefndri ráðstefnu (NPT), þegar kjarnorkuveldin höfnuðu tillögu landa sem ekki ráða yfir kjarnavopnum um að hefja Samning um kjarnorkuafvopnun (Nuclear Wepons Convention).  Þótt kjarnorkuveldin hafi verið lögformlega skuldbundin s.l. 40 ár til að hefja samninga um útrýmingu kjarnavopnabirgða sinna, þá neita þau jafnvel að hefja slíkar viðræður.  Það er óásættanlegt að hafna því að hlíta alþjóðalögum og vilja yfirgnæfandi meirihluta þjóða heims. Sá meirihluti verður að leita friðsamlegra, en sannfærandi þrýstiaðgerða: félagslegra, efnahagslegra og stjórnmálalegra, gagnvart þessum þvermóðskufulla minnihluta.

*Samningurinn gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna (NPT) skilgreinir fimm ríki sem kjarnorkuveldi: Bandaríkin, Rússland, Bretland, Frakkland og Kína og bannar öðrum ríkjum að þróa eða eiga kjarnavopn. Samningurinn felur einnig í sér að kjarnorkuveldin skuldbinda sig til að hefja af heilum hug samninga um útrýmingu kjarnorkuvopna. Í júní 2012 höfðu 210 ríki gerst aðilar að samningnum. Indland, Ísrael og Pakistan eru ekki þeirra á meðal og Norður-Kórea dró sig til baka árið 2003. Öll fjögur eiga kjarnorkuvopn.

Kjarnorkuvopnalaus svæði

Kjarnorkuvopnalaus svæði verða til með formlegri yfirlýsingu um að þjóðir á tilteknu landsvæði heiti því: aldrei að framleiða, gera tilraunir með, útvega eða eiga kjarnorkuvopn. Þessar formlegu yfirlýsingar draga úr kjarnorkuógn og draga úr alþjóðlegri spennu. Hver og ein þeirra skiptir ekki sköpum, en fjölgun slíkra svæða styrkir samning um að hefta útbreiðslu kjarnavopna. Þannig eru þau áhrifamikil aðferð við að færa heiminn nær því að útrýma kjarnorkuvopnum. Þau tvö svæði, sem í dag er verið að undirbúa sem kjarnorkuvopnalaus, eru Norðaustur-Asía, svæði sem nær yfir Japan, Kóreuskagann og Austurlönd nær, þar á meðal Ísrael.

  • Kjarnorkuvopnalaust svæði í Mongólíu
  • Samingur um kjarnorkuvopnalaust svæði í Mið-Asíu
  • Samningur um kjarnorkuvopnalausa Afríku
  • Samningur um að Suðaustur-Asía er kjarnorkuvopnalaust svæði
  • Samningur um að Suður-Kyrrahafssvæðið er kjarnorkuvopnalaust
  • Samningur um Suðurskautssvæðið
  • Samingur um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna í Rómönsku-Ameríku og Karíbahafs- og –eyjasvæðinu

Að vekja alþjóðasamfélagið til aðgerða

Útrýming kjarnorkuvopna mun ekki verða án krafna almennings um allan heim. Almenningsálitið í heiminum verður að þrýsta á stefnu um takmörkun og afnám kjarnavopna. Einstaklingar, hópar, fyrirtæki, borgir og þjóðir verða að styðja frið og vera staðráðin í að skapa samfélög, sem séu frjáls undan ógn kjarnavopna.

Fólk um allan heim verður að styrkja samstöðu sína og vinna saman. Félagasamtök sýndu vel áhrif slíkrar samvinnu bæði í verkefninu World Court Project og varðandi Alþjóðlegan samning um bann við jarðsprengjum gegn liðsafla, (APLC) og Samning um klasasprengjur (CCM). Aðeins sameinað afl þjóða með brennandi áhuga, getur fengið lönd um allan heim og Sameinuðu þjóðirnar til að skapa friðsamlegan heim án kjarnorkuvopna.

Fjórða alheims borgararáðstefna Nagasaki samtakanna sem berjast fyrir útrýmingu kjarnavopna

Fjórða ráðstefna samtakanna The Nagasaki Global Citizens´ Assembly sem berjast fyrir afnámi kjarnavopna var haldin 6. – 8. febrúar árið 2010 í Nagasaki. Tilgangur þeirra er að stuðla að samvinnu borga, einstaklinga og samtaka við að útrýma kjarnorkuvopnum.

Samtals 3.833 manns tóku þátt í vinnustofum, málþingum og öðrum viðburðum ráðstefnunnar. Í Nagasaki ákallinu sem samþykkt var á ráðstefnunni er skorað á forystumenn um allan heim að beita sér fyrir aðgerðum sem stuðla að eyðingu kjarnavopna. Enn fremur er sérstaklega kallað eftir því að samningaviðræður aðila um eyðingu kjarnavopna (Nuclear Weapons Convention) hefjist og að Norðaustur-Asía verði lýst kjarnorkuvopnalaust svæði.

Framkvæmdastjórn samtakanna The Nagasaki Global Citizens´ Assembly for the Elimination of Nuclear Wepons, sendi fulltrúa á Ráðstefnuna um endurskoðun samnings gegn útbreiðslu kjarnavopna (NPT) í New York í maí árið 2010.  Á ráðstefnunni kynnti sendinefndin Nagasaki ákallið á sem rödd eða skilaboð frá Nagasaki.æl fjölda sjverulega afvopnun hepna hæfust. og vopna. , (APLC), islegra en sannfærandi þriðatt til fjölda sjverulega afvopnun he

Verkefnið Alheimsdómstóll

Verkefnið World Court Project, fólst í „baráttu fyrir því að Alþjóðadómstóllinn í Haag gæfi út ráðgefandi álit þess efnis að kjarnorkuvopn væru ólögmæt að þjóðarrétti.”

Hreyfingin hófst í fámennum hópi fólks á Nýja-Sjálandi, sem með stuðningi þriggja alþjóðlegra félagasamtaka setti verkefnið World Court Project af stað í maí 1992. Markmið þeirra var skýrt; að fá Alþjóðadómstólinn í Haag til að lýsa því yfir að kjarnorkuvopn brjóti í bága við alþjóðalög.

Í kjölfar þessarar áhrifamiklu hreyfingar rökræddi Alþjóðadómstóllinn lögmæti þess að beita kjarnorkuvopnum og þann 8. júlí gaf dómurinn út það ráðgefandi álit að „það að ógna með eða nota kjarnorkuvopn bryti almennt í bága við alþjóðalög.” Niðurstaða þeirra var einróma að: „Sú skylda hvílir á þjóðum heims að ganga af heilindum til og ljúka samningum um útrýmingu hvers konar kjarnorkuvopna og að strangt alþjóðlegt eftirlit verði með framkvæmdinni.”

Samningar um bann við jarðsprengjum gegn liðsafla og klasasprengjum

Baráttan fyrir banni á notkun jarðsprengja gegn liðsafla er alþjóðleg hreyfing sem frjáls félagasamtök í Bandaríkjunum og Þýskalandi komu af stað. Hreyfingin stækkaði og leiddi að lokum til alþjóðlegrar ráðstefnu í Ottava í Kanada árið 1996, þar sem fjallað var um algert bann við jarðsprengjum gegn liðsafla. Samningur um bann við notkun, birgðasöfnun, framleiðslu og flutningi jarðsprengja gegn liðsafla og um eyðingu þeirra (Ottava samningurinn), var lagður fram til undirritunar fulltrúa þjóðríkja á undirritunarráðstefnu í Ottava í desember 1997 og tók gildi í mars 1999. (Til þessa dags hafa stórframleiðendur og eigendur jarðsprengja eins og Bandaríkin, Kína og Rússland, ekki skrifað undir).

Hópur fulltrúa alþjóðlegra samtaka og fleiri félagasamtaka hittist í Osló í Noregi í febrúar 2007 til að ræða hvernig mætti, með árangri, taka á þeim afleiðingum sem klasasprengjur hafa á fólk. Hópurinn samþykkti Yfirlýsingu Oslóar ráðstefnunnar, sem kom af stað svonefndu Oslóar ferli er hafði það að markmiði, að árið 2008 yrði orðinn að veruleika bindandi alþjóðasamningur sem bannaði klasasprengjur. Fulltrúar eitt hundrað og ellefu ríkja hittust í Dublin á Írlandi í maí 2008 og samþykktu einróma Samninginn um klasasprengjur (Bandaríkin, Kína, Rússland, Ísrael, Indland, Pakistan o.fl. neituðu að taka þátt). Alþjóðanefnd Rauða krossins tók þátt í fundinum sem áheyrnarfulltrúi. Meðal þátttakenda voru einnig Samtök gegn klasasprengjum, félagasamtökin sem áttu frumkvæði að baráttu fyrir samningnum.

Jarðsprengjur gegn liðsafla og klasasprengjur eru ómannúðleg vopn, sem leiða dauða og örkuml yfir saklausa borgara. Kjarnorkuvopn eru enn verri. Það er kominn tími til að lýsa þau ólögleg með Samningi um kjarnorkuafvopnun.

Friðarsamtök borgarstjóra

Þann 24. júní árið 1982  á auka allsherjarþingi S.Þ. um afvopnun, sem haldin var í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York, tilkynntu borgarstjórar Hírósíma og Nagasaki um aðgerðir sem efla eiga samstöðu og samtök borga heims um algera útrýmingu kjarnorkuvopna.  Friðarsamtök borgarstjóra, Mayors for Peace hafa fengið stöðu ráðgefandi aðila í Efnahags- og félagmálanefnd Sameinuðu þjóðanna. Samtökin settu af stað árið 2003 herferðina Framtíðarsýn 2020  (2020 Vision Campaign).

Framtíðarsýn 2020

Sem svar við yfirvofandi kjarnorkuógn hófu Friðarsamtök borgarstjóra árið 2003 neyðarherferð fyrir allsherjarútrýmingu kjarnorkuvopna. Þar sem markmið herferðarinnar var að öllum kjarnorkuvopnum skyldi eytt fyrir árið 2020, fékk hún fljótlega heitið Framtíðarsýn 2020. Hin mikla fjölgun meðlima samtakanna sýnir vel þær undirtektir sem herferðin fékk.

Frekari upplýsingar og það hvernig þú getur lagt lið má finna á heimasíðunni: www.2020visioncampaign.org

Nýleg frumkvæði

1)   Borgir eru ekki skotmörk (CANT), bænaskrá

Eitt af meginverkefnum Framtíðarsýn 2020  herferðarinnar  er undirskriftasöfnun undir bænaskrána Borgir eru ekki skotmörk*. Bænaskráin fer fram á að kjarnorkuveldin: 1. Staðfesti að borgir séu ekki skotmörk kjarnorkuvopna og 2) Að þau hefji þegar í stað efnislegar samningaviðræður um kjarnorkuvopnalausan heim. Undirskriftasöfnunin hófst árið 2007 og þökk sé þúsundum virkra stuðningamanna þá höfðu meira en 1.11 milljón undirskrifta safnast þann 1. júlí árið 2011. Í maí 2010 voru 1.02 milljónir undirskrifta afhentar forseta Ráðstefnunnar um endurskoðun samnings gegn útbreiðslu kjarnavopna (NPT). Frá því í mars á síðasta ári hefur CANT bænaskráin og undirskriftirnar verið til sýnis í aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York. Bænaskráin, sem samtökin vinna að nú um stundir, fer fram á að viðræður um útrýmingu kjarnorkuvopna hefjist þegar í stað. Mikill meirihluti þjóða heims, félagasamtök og almennir borgarar eru sammála um að slíkur samningur kjarnorkuveldanna sé æskilegur sem næsta skref. Lokaskjal Ráðstefnunnar um endurskoðun samningsins gegn útbreiðslu kjarnavopna (NPT) frá því í maí 2010 nefnir slíkan samning um kjarnorkuafvopnun og aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon hefur kallað skýrt eftir slíkum samningi. Friðarsamtök borgarstjóra þrýsta á um að slíkur samningur verði undirritaður árið 2015 og að 2020 verði búið að eyða öllum kjarnavopnum. Í nánu samstarfi við önnur samtök og stofnanir hvetur Friðarhreyfing borgarstjóra ríkisstjórn Japans, eina landsins sem hefur orðið fyrir kjarnorkuárás, til þess að vinna með öðrum þjóðum að því að nú þegar hefjist samningaviðræður um endanlega útrýmingu kjarnavopna.

*Með „borgum” er hér ekki átt við stjórnsýslueiningar heldur hvert það svæði þar sem börn og almennir borgarar búa.

2)   Samningur um bann við kjarnorkuvopnum

Ráðstefnan í maí árið 2010 um endurskoðun samningsins gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna  (NPT) blés nýju lífi í samning sem var í hættu. Þar var staðfestur sá ásetningur að markmiðið væri kjarnorkuvopnalaus heimur, en ekki var getið um hver væru næstu skref í þá átt. Næsta skref er samningur um slíkt. Friðarsamtök borgarstjóra vinna nú að því, í samstarfi við borgir sem eru sama sinnis, félagasamtök og ríkisstjórnir, að þrýsta með öllum tiltækum ráðum á, að þær samningaviðræður hefjist. Sú herferð á sér stað undir mismunandi nöfnum og formum í ýmsum löndum og svæðum. Kynntu þér hvað er að gerast á þínu svæði og leitaðu til okkar ef þú þarfnast aðstoðar.
Þú getur haft samband við Friðarsamtök borgarstjóra hér: www.mayorsforpeace.org