Húsfyllir á fyrirlestri um japanska blómaskreytingahefð

fyrirlestur

Húsfyllir var á fyrirlestri Yuki Ikenobo blómaskreytingameistara laugardaginn 8. september. Glærur frá fyrirlestri hennar má finna hér:

Ikebana Traditional Japanese Culture

How to arrange Ikebana

Að loknum fyrirlestri og sýningu þar sem frú Ikenobo töfraði fram fjórar gullfallegar blómaskreytingar settust 40 þáttakendur við borð og gerðu sínar eigin skreytingar í tveggja klukkustunda vinnusmiðju undir leiðsögn Yuki Ikenobo og aðstoðarmanns hennar, hr. Takuya Tokumochi.