Nemendur Fjölbrautaskólans í Ármúla heimsækja sýninguna

fjolbrautArmuli

Grunnskólanemendur halda áfram að fjölmenna á sýninguna í Háskólanum og nú hafa nemendur framhaldsskóla bæst við. Í söguáfanganum SAG203 í F.Á. læra nemendur m.a. um heimsstyrjöldina síðari. Heiðu Björk Sturludóttur, sögukennara við Fjölbrautaskólann við Ármúla fannst það því happafengur fyrir nemendur hennar að fá sýninguna Hiroshima/Nagasaki – Kjarnorkuárásirnar 1945 til landsins. Þau kynntu sér sýninguna í lok september á Háskólatorgi og nemendur unnu verkefni upp úr veggspjöldum sýningarinnar. Að því loknu voru ýmis málefni rædd í hópum í bekknum s.s. skaðsemi kjarnavopna, áhrif styrjalda á almenning og möguleikann á veröld án styrjalda. Heiða Björk taldi sýninginuna áhrifamikla og hún vakið nemendur til aukinnar vitundar um afleiðingar kjarnavopna og styrjalda almennt.