Velkomin í grænt teboð, upplestur og Origami leiðsögn á Menninganótt

teaceremony

Á morgun laugardaginn 18. ágúst -Menningarnótt- munu Japanir búsettir á Íslandi standa fyrir viðburðum á sýningarstaðnum, Borgarbókasafni Reykjavíkur, sem tengjast sýningunni og japanskri menningu.

Boðið verður upp á sögustund með börnum um kjarnorku kl. 16.00, 16.30, 17.00 og 17.30.

Um kvöldið kl. 20.00 verður gestum boðið í grænt teboð að hætti Japana og veitt verður leiðsögn við gerð pappírs-fugla samkvæmt japanskri pappírsbrotlist – Origami, en það tengist meðal annars efni á sýningunni.