Viðburðir

Fyrirlestur Gareth Evans og heimsókn á sýninguna

Gareth Evans (www.gevans.org) einn fremsti sérfræðingur í heimi á sviði kjarnorkuafvopnunar hélt þann 4. október fjölsóttan opinn fyrirlestur í tengslum við sýninguna, þar sem hann rakti þá ógn sem stafar af kjarnorkuvopnum og tók nokkur dæmi þar sem við lá að þeim yrði beitt fyrir misskilning, fór yfir tilraunir til að hefta útbreiðslu þeirra og [...]

Meira

Af hverju er nauðsynlegt að útrýma kjarnorkuvopnum? Opinn fyrirlestur með Gareth Evans fimmtudaginn 4. október.

Af hverju er nauðsynlegt að útrýma kjarnorkuvopnum? Mögulegar leiðir með  alþjóðasamningum – staðbundnar og alþjóðlegar áskoranir Opinn fyrirlestur aðstandenda Ljósmynda- og fræðslusýningarinnar með Gareth Evans (http://www.gevans.org/),einum fremsta sérfræðingi heims á sviði kjarnorkuafvopnunar, fyrrverandi utanríkisráðherra Ástralíu og núverandi rektor The Australian National University, fimmtudaginn 4. október kl. 12 til 13:15 í Súlnasal Hótel Sögu. Fundarstjóri er Ólafur Þ. [...]

Meira

Nemendur Fjölbrautaskólans í Ármúla heimsækja sýninguna

Grunnskólanemendur halda áfram að fjölmenna á sýninguna í Háskólanum og nú hafa nemendur framhaldsskóla bæst við. Í söguáfanganum SAG203 í F.Á. læra nemendur m.a. um heimsstyrjöldina síðari. Heiðu Björk Sturludóttur, sögukennara við Fjölbrautaskólann við Ármúla fannst það því happafengur fyrir nemendur hennar að fá sýninguna Hiroshima/Nagasaki – Kjarnorkuárásirnar 1945 til landsins. Þau kynntu sér sýninguna [...]

Meira

Háskólavefurinn kynnir sýninguna

Háskóli Íslands gerir sýningunni góð skil á vef sínum www.hi.is, þar sem innlit eru 11 – 12.000 á hverjum degi. Meðan á sýningunni stendur er meðfylgjandi mynd ein fjögurra sem þar birtast til skiptis. Ennfremur birtist myndin inná heimavefsíðu hvers einasta nemanda en þeir eru í dag um 13.400 talsins.

Meira

Sýningin opnuð á Háskólatorgi Háskóla Íslands

Þann 18. september var sýningin opnuð á jarðhæð Háskólatorgs Háskóla Íslands og mun hún verða þar til og með 9. október. Sýningin verður síðan í Hofi á Akureyri frá 13. – 29. október. Strax á fyrsta degi vakti hún mikla athygli stúdenta við Háskóla Íslands, sem á hverjum degi fara í gegnum sýningarrýmið hundruðum saman. [...]

Meira

Meira en eitt þúsund grunnskólanemar heimsækja sýninguna með kennurum sínum

Þáttur í sýningunni eru vefverkefni sem tengja saman námsefni í efstu bekkjum grunnskóla og efni sýningarinnar. Þrjátíu og tveir grunnskólabekkir hafa bókað heimsóknir á sýninguna, flestir heimsækja Borgarbókasafnið, en einnig eru enn að berast bókanir fyrir Háskóla Íslands en þar opnar sýningin þann 17. september og stendur til 9. október. Bekkirnir, undir leiðsögn kennara, nýta sér [...]

Meira

Nemendur í Fellaskóla læra Ikebana blómaskreytingar

  Yuki Ikenobo blómaskreytingameistari lauk dvöl sinni á Íslandi með heimsókn í Fellaskóla í Reykjavík þar sem hún bauð 20 nemendum upp á kennslustund í gerð blómaskreytinga með aðferð Ikenobo. Á skömmum tíma útbjuggu börnin eigin skreytingar, sem þau síðan tóku með sér heim til foreldra sinna.

Meira

Húsfyllir á fyrirlestri um japanska blómaskreytingahefð

Húsfyllir var á fyrirlestri Yuki Ikenobo blómaskreytingameistara laugardaginn 8. september. Glærur frá fyrirlestri hennar má finna hér: Ikebana Traditional Japanese Culture How to arrange Ikebana Að loknum fyrirlestri og sýningu þar sem frú Ikenobo töfraði fram fjórar gullfallegar blómaskreytingar settust 40 þáttakendur við borð og gerðu sínar eigin skreytingar í tveggja klukkustunda vinnusmiðju undir leiðsögn [...]

Meira

Einn þekktasti blómaskreytingameistari Japans kynnir og kennir japanska blómaskreytingahefð

Laugardaginn 8. september kl. 13.00 mun Yuki Ikenobo einn þekktasti blómaskreytingameistari Japan, flytja opinn fyrirlestur um blómalisthefðina Ikenobo, sem er 550 ára gamalt afbrigði af Ikebana aldagamalli blómaskreytingahefð Japana. (www.ikebanabyjunko.co.uk/history.htm).  Kl. 14.00 hefst síðan tveggja klst. vinnusmiðja sem aðeins 20 geta sótt, en þar mun Yuki Ikenobo kenna blómalistskreytingar. Hvort tveggja er án endurgjalds og í [...]

Meira

Ríkissjónvarpið sýnir myndir frá sýningunni

Föstudagskvöldið 31. ágúst sýndi RÚV myndir frá sýningunni í lok fréttatímans: http://www.ruv.is/sarpurinn/frettir/31082012/lokaskot-afleidingar-kjarnorkusprengju. Einnig er vert að minnast á að tæplega 3.500 manns komu á sýninguna í ágúst.

Meira